139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[18:27]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Nei, ég tel að það sé ekki til þess fallið. Þvert á móti tel ég að það skapi óvissu í stjórnsýslunni.

Við getum bara ímyndað okkur ástandið í einstökum ráðuneytum í hvert sinn sem gengið er til kosninga eða ef slitnar upp úr meirihlutasamstarfi á þinginu og nýr meiri hluti myndast, þá skapast fullkomin óvissa ef þetta á að vera reglan í öllum ráðuneytunum. Þá fer allt á flot, menn vita ekki hvort þeir muni halda áfram að vinna á sama vinnustaðnum, hvort verkefnin verða slitin í sundur, fólk fært í ný ráðuneyti o.s.frv. (MÁ: … í Noregi?) Ja, það er bara staðreynd málsins að sú hætta skapast. Formfestan verður því örugglega ekki aukin með þessari breytingartillögu.

Ég skil ekki hvers vegna það þykir svona viðurhlutamikið að forsætisráðherra, sem hefur væntanlega meiri hluta á þinginu hverju sinni, komi í þingið og málið fái eðlilega umfjöllun áður en gengið (Forseti hringir.) er frá jafnviðamiklum breytingum og stofnun nýrra ráðuneyta er.