139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[19:01]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Takk fyrir þetta. Manni líður eins og maður sé í hraðaspurningum.

Vegna oddvitaræðisins eða þeirrar umræðu og nálgunar sem kom fram í þinginu í dag að ekki væri aðeins átt við oddvita ríkisstjórnarinnar heldur störfin hér í þinginu þegar oddvitar allra flokka setjast saman og eiga með sér samráð — nú er ég að átta mig á því að hv. þingmaður á ekki tækifæri á að koma hingað upp aftur vegna þess að hann hefur tvisvar sinnum veitt andsvar við ræðu minni — ég tel að það sé líka atriði sem við höfum ekkert nálgast í þessari umræðu, nema hv. þm. Siv Friðleifsdóttir benti á það í ræðu sinni að það væri atriði sem við þyrftum líklega að ræða en við eigum algjörlega eftir að fara yfir.