139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[19:06]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður flutti hér alveg ágæta ræðu og fór vel yfir frumvarpið og breytingartillögur. Annar þingmaður sem sat með hv. þingmanni í þingmannanefndinni svokallaðri hefur líka flutt ágætisræðu og margt sammerkt með þeim ræðum. Fjallað er um ábyrgðina, um formfestuna og oddvitaræðið. Eftir því sem ég hef best skilið hv. þingmenn telja þeir að ekki sé verið að mæta því sem þingmannanefndin ályktaði og skrifaði í niðurstöðum sínum að þyrfti að bæta úr með þessu frumvarpi. Mig langar því að spyrja hv. þingmann hvort ég skilji það rétt.