139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

fundarstjórn.

[19:56]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Það gleður mig mjög að sjá að hv. þm. Róbert Marshall, framsögumaður nefndarálits meiri hlutans, er viðstaddur umræðuna því að ég hef varpað fram nokkrum spurningum og fæ ekki svör. Ég fæ ekki vör við þeim spurningum og þeim hugmyndum sem ég hef komið með. Nú get ég vænst þess þegar ég flyt ræðu mína á eftir, sem ég brenn í skinninu eftir að fá að halda, að hv. þingmaður verði viðstaddur og þá fæ ég kannski svör. Ég legg hér til að flutningsmenn meirihlutaálitsins blandi sér í umræðuna öðru hverju og komi með ræður og svör við þeim spurningum og álitamálum sem hafa komið upp.

Einnig sakna ég þess þar sem stöðugt er verið að vísa í að þessar tillögur séu byggðar á hugmyndum þingmannanefndarinnar — ég veit reyndar að formaður þeirrar nefndar heldur ræðu á eftir og ég bíð spenntur eftir að fá að heyra sjónarmið hans (Forseti hringir.) um hvort það er rétt.