139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

fundarstjórn.

[20:12]
Horfa

Ólöf Nordal (S):

Hæstv. forseti. Ég hef verulegar áhyggjur af fundarstjórn hæstv. forseta. Hér hafa margoft verið bornar fram spurningar til hæstv. forseta og það er alveg ófært að fá hann til að svara þeim. Ég beini því aftur til hæstv. forseta hvort til standi að kalla saman fundi þingflokksformanna. Það væri ágætt ef hæstv. forseti gæti svarað þeirri spurningu. Einnig hefur margoft verið bent á að virðulegur forseti er forseti allra þingmanna. Nú er komin upp mikil deila í þingliði okkar og kominn tími til að virðulegi forseti beiti lagni sinni til að leysa úr þeim vanda. Hæstv. forsætisráðherra situr fastur við sinn keip og neitar að horfast í augu við að mál hæstv. forsætisráðherra um Stjórnarráðið nýtur engrar hylli í þingsölum. Þá er komið að virðulegum forseta að grípa inn í málið og leita lausna þannig að við getum farið að forgangsraða þeim málum sem afgreiða þarf fyrir þinghlé í stað þess að eyða tímanum í þetta mál sem varðar eingöngu (Forseti hringir.)