139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

fundarstjórn.

[20:19]
Horfa

Róbert Marshall (Sf):

Virðulegur forseti. Ég vil taka undir með hv. þm. Helga Hjörvar, það er ekkert athugavert við að við höldum áfram að ræða þetta mál. Hér hefur verið í gangi umræða sem síðan hefur þróast út í það sem stjórnarandstæðingar kalla málþóf og það er réttur þeirra. Það er ekki myndarlegur bragur á því, eins og þeir hafa sumir sagt, en það er réttur þeirra og þá á bara að láta það hafa sinn gang. Auðvitað á að reyna eftir fremsta megni að ná samningum ef einhver möguleiki er á því en stundum er það bara ekki hægt. Ef menn eru ekki tilbúnir að nálgast málin er ekkert við því að gera. Þá verða menn einfaldlega að sætta sig við að samningar náist ekki og þá eru greidd atkvæði með þeim lýðræðislega hætti sem verið hefur í samfélagi okkar. Hafa stjórnarandstæðingar eitthvað á móti því að meiri hlutinn ráði á Íslandi, á Alþingi? (Gripið fram í.) Er það ekki sú venja sem skapast hefur hér og er það ekki sú aðferð sem notuð er til að hraða málum (Forseti hringir.) …?