139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[20:43]
Horfa

Frsm. meiri hluta allshn. (Róbert Marshall) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mig langar til að spyrja hv. þingmann vegna þess að fram hefur komið að mjög mikið ósamræmi er í skoðunum hv. þingmanna Framsóknarflokks í þessu máli: Hvernig var vinnulagi í þessu máli háttað innan þingflokks Framsóknarflokksins? Ræddu menn ekki saman um tillöguflutning? Er það svo að menn leggi fram breytingartillögur í þinginu án þess að hafa rætt saman og svo kemur bara í ljós í þingsalnum hvort þingmenn Framsóknarflokksins eru sammála eða ekki? Við höfum heyrt af því tíðindi að formaður Framsóknarflokksins borði núna ekkert annað en íslenskan mat en svo virðist að þeir sem ekki eru sammála honum eigi helst að éta það sem úti frýs.