139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[20:44]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (andsvar):

Frú forseti. Það er ágætt vinnulag í þingflokki framsóknarmanna. Þar eru haldnir reglulegir þingflokksfundir og málin eru rædd. Ég hygg að það sé ekkert við það að athuga. Ég hef ekki orðið var við það þann skamma tíma sem ég hef verið í Framsóknarflokknum.

En úr því að hv. þingmaður spyr út í það hvernig vinnulagið er og hvort menn geti ekki komið fram sem ein heild og annað þá er öllum frjálst að flytja tillögur. Það væri kannski rétt að hv. formaður allsherjarnefndar, úr því að hann er kominn út í það hvernig vinnulag er í þessu máli, rifjaði upp hvernig atkvæðagreiðslan var þegar taka átti þetta mál út úr allsherjarnefnd á sínum tíma og það var fellt í allsherjarnefnd.