139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[20:55]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Aftur svaraði hv. þingmaður spurningu minni fyrir fram. Ég ætlaði að spyrja hvort það yrði þá ekki þannig að allir ráðherrar aðrir en forsætisráðherra væru undir ógnarstjórn þar sem hann getur hvenær sem er vikið þeim úr embætti, tekið frá þeim verkefni og ef þeir ekki haga sér nákvæmlega eins og hann vill missa þeir viðkomandi verkefni til annarra ráðherra, til forsætisráðherra sjálfs eða verða leystir frá störfum. Verður þetta ekki til þess að hér verður byggð upp ákveðin ógnarstjórn? Mér finnst að þeir stjórnarþingmenn sem styðja þetta frumvarp þurfi að svara þessari spurningu en ekki hv. þingmaður. Hann er stjórnarandstæðingur eins og kunnugt er.