139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[21:16]
Horfa

Frsm. meiri hluta allshn. (Róbert Marshall) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður er gamall rekstrarmaður og mig langar til að spyrja hann út frá því: Teldi hann eðlilegt að í stjórn fyrirtækis sem glímir við aðsteðjandi vanda þyrfti að kalla til hluthafafundar í hvert skipti sem hún skipti með sér verkum og vildi breyta starfsháttum sínum eða laga sig að verkefnum sem upp kunna að koma, stofna nýjar skrifstofur o.s.frv.? Ætti þá í hvert skipti í fyrirtækinu að kalla til hluthafafundar til þess að fá atkvæðagreiðslu um þær breytingar? Eða mundi ekki duga fyrir stjórnina og forstjóra fyrirtækisins í þessu ímyndaða dæmi að hafa vitneskju um það að hann væri með meiri hluta hluthafa á bak við sig?