139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[23:08]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta allshn. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka þingmanninum kærlega fyrir hreinskilin svör en því miður, með þessum gríðarlega sveigjanleika sem forsætisráðherra getur nýtt samkvæmt frumvarpinu, er forsætisráðherra einum gert kleift að færa bæði menn og málefni til að eigin ósk. Við skulum átta okkur á því. Ríkisstjórnin leggur þetta frumvarp til. Það er ekki eins og landsmenn óski eftir því að ríkisstjórnin sitji lengi. Hér getur komið meiri einræðisherra en hæstv. forsætisráðherra er sem starfar nú þannig að það er hættulegt lýðræðinu, að mínu mati, að færa með þessu frumvarpi vald á hendur eins aðila sem á raunverulega að sitja í 10–12 mánaða skjóli og í samstarfi við það fólk.

Ég segi eins og þingmaðurinn. Ég kalla eftir forgangsröðun. Ég kalla (Forseti hringir.) eftir málum sem skipta máli fyrir samfélagið allt og (Forseti hringir.) mundi óska þess að hæstv. (Forseti hringir.) forsætisráðherra mundi (Forseti hringir.) átta sig á því, út á hvað (Forseti hringir.) landsmálin ganga. (Forseti hringir.)