139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[23:50]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég þakka fyrir þessa leiðbeiningu. Ég ætlaði einmitt að spyrja um þessa tölu, 130 milljónir, sem þingmaðurinn hefur haldið fram í þessu púlti. Hvaðan er hún komin og hver er heimildin fyrir henni? Það svar er komið og ég þakka fyrir það, það er Vigdís Hauksdóttir.

Ég veit ekki — (Forseti hringir.)

(Forseti (ÁI): Forseti biður hv. þingmann að virða reglur.)

Hv. þm. Vigdís Hauksdóttir, gleymdi ég því?

Ég veit satt að segja ekki hvað aðstoðarmaður hefur í laun, en mér sýnist að ef hann hefur til dæmis þingmannslaun dugi þessar 130 milljónir fyrir — þetta er mánaðartala, er það ekki? (VigH: Á mánuði?) (Gripið fram í: Á ári.) (Gripið fram í: Veistu ekki …?) Á ári? (VigH: Á ári.) Ég bara bið hv. þingmann að skýra fyrir mér hvað er gert ráð fyrir að fjölgunin sé mikil fyrir þessar 130 milljónir og hvernig þessi tala er fengin út. Ef hann hirðir hana eftir hv. þm. Vigdísi Hauksdóttur hlýtur hún að gera það með einhverri heimildarrýni sem er rétt að komi fram í þingsalnum. (VigH: Það kom fram í allsherjarnefnd frá ráðgjöfum forsætisráðuneytisins.)