139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[00:00]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er akkúrat þetta. Í fyrri breytingartillögunni frá hv. þingmönnum Hreyfingarinnar stendur, með leyfi forseta:

„Haga skal fundargerð með þeim hætti að í ljós sé leitt hverjir hafa með ráðum, fortölum, atkvæði eða á annan hátt stuðlað að hverju því sem tekið er fyrir á ríkisstjórnarfundi. Bókuð sé afstaða hvers ráðherra til mála.“

Það kann vel að vera að þetta sé liður í því að formgera hlutina, gera þá fastari, en ég held að við þurfum hins vegar að fá ákveðnar skýringar á því hvað er nákvæmlega meint með þessu. Ef ráðherra er á fundi, segjum bara á stórum fundi einhvers staðar úti í bæ, og þar koma í ljós einhverjar athugasemdir eða hugmyndir sem ráðherra vill gjarnan nýta sér í sínu embætti, þarf þá að færa til bókar hver hafi varpað þessu fram? Má þá ætla að ráðherrann gangi erinda viðkomandi þó að ráðherrann telji þetta einfaldlega mjög góða tillögu eða hugmynd?