139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[00:02]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þegar hv. þingmaður spyr um þessi atriði er eins og ég sagði í fyrra andsvari mínu dálítið vont að hafa svona huglægt mat. Ég vil þó segja að það koma líka ágætisbreytingartillögur frá hv. allsherjarnefnd, til að mynda að það eigi að færa sérstaka skrá um samskipti og alla fundi milli ráðuneyta, Stjórnarráðsins og aðila fyrir utan það. Það tel ég til hins betra og hefði þurft að vera gert miklu fyrr. Í raun og veru eru í þessu frumvarpi ákveðin atriði til bóta. Eftir stendur þessi mikli ágreiningur um 2. gr. sem við þekkjum öll og ég ætla ekki að ræða hana neitt efnislega, það er búið að fara mjög vel yfir framsal valds frá Alþingi til framkvæmdarvaldsins.

Ég kom inn á það í ræðu minni núna að þá yrðu lækkaðir múrarnir þannig að við gætum farið í skynsamlegri sameiningu en við hefðum getað farið í þannig að það er sumt (Forseti hringir.) auðvitað til bóta við frumvarpið.