139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[01:16]
Horfa

Atli Gíslason (U) (andsvar):

Herra forseti. Eins og hv. þm. Illugi Gunnarsson sagði í kvöld mun það svar ekki geta byggt á öðru en ágiskunum, en þó ágiskunum en ekki samsæriskenningum. Ég hef oft hugleitt hvort það sé ESB-umsóknin og það að hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skuli fara jafnheiðarlega eftir þingsályktun sem Alþingi samþykkti um að sækja um aðild að ESB. Það hefur löngum hvarflað að mér og hugsanlega það að hæstv. forsætisráðherra tíðkar oddvitaræði.