139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[01:18]
Horfa

Atli Gíslason (U) (andsvar):

Herra forseti. Aftur eru það ágiskanir af minni hálfu. Ég tek fram að ég hef með rökstuddum hætti, eins og hv. þingmaður nefndi, yfirgefið þingflokk Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Það rökstuddum við hv. þm. Lilja Mósesdóttir afar ítarlega.

Hvað varðar hæstv. forsætisráðherra má kannski segja að hún, eins og ég sagði í ræðunni, hafi lifað og hrærst í stjórnmálamenningu sem gefin var falleinkunn í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Að mínu mati hefur hún ekki tamið sér nýja breytni í ljósi þeirra niðurstaðna og að mínu mati er alrangt að hægt sé að leita röksemda í niðurstöðum þingmannanefndarinnar (Forseti hringir.) fyrir þessu frumvarpi.