139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[01:37]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég fagna því að hæstv. fjármálaráðherra og hæstv. forsætisráðherra séu í húsi en ákjósanlegt væri að þeir ágætu ráðherrar kæmu hingað og tækju þátt í umræðunni og svöruðu kannski einhverjum af þeim spurningum sem til þeirra er beint.

Fyrr í kvöld óskaði ég eftir að aðrir hæstv. ráðherrar væru hér, eins og hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og hæstv. innanríkisráðherra, sem báðir hafa lýst efasemdum um málið, og ég hygg að séu á margan hátt sammála hv. þm. Atla Gíslasyni miðað við það sem haft hefur verið eftir þeim. Ég óska eftir upplýsingum um það hvenær hæstv. innanríkisráðherra er væntanlegur í hús. Frú forseti ætlaði, að ég hygg, að kanna það.