139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[02:01]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Þetta er allt að þokast í rétta átt. Nú erum við farin aðeins fram á veginn, það er ekki lengur inn í nóttina heldur farið að halla í morgun þegar frú forseti sér fyrir sér að ljúka þingfundi.

Virðulegur forseti. Þá er mér verulegur vandi á höndum, því að eins og hæstv. forseti veit mætavel sem hv. formaður Þingvallanefndar þá hefur hæstv. forseti boðað fund í þeirri ágætu nefnd, ég mundi segja snemma morguns, t.d. kl. hálfníu, og ef ég á að vera hér þangað til hallar verulega í morgun og á svo eftir að keyra heim til mín til Keflavíkur og til baka get ég ekki séð, frú forseti, að þetta gangi hreinlega upp. (BJJ: Nei, þetta gengur ekki upp.) Þetta gengur bara ekki upp, það er rétt hjá hv. þm. Birki Jóni Jónssyni. Ég bið frú forseta að láta svo lítið að segja okkur kannski hver skilgreiningin á því er þegar halla fer í morgun svo við getum skipulagt Þingvallanefndarfundinn t.d. í fyrramálið.