139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[02:21]
Horfa

Frsm. meiri hluta allshn. (Róbert Marshall) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Rifjum aðeins upp upphaf þessa máls. Eftir að út kom skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis skipaði forsætisráðherra nefnd til að fara yfir það sem úrskeiðis fór í stjórnsýslunni. Hún gaf út skýrslu sem heitir Samhent stjórnsýsla og á niðurstöðum þeirrar skýrslu er þetta frumvarp byggt. Það kom síðan hingað inn í þing og fór til allsherjarnefndar sem tók m.a. mið af ályktun þingmannanefndarinnar og gerði margháttaðar breytingar á málinu eins og hv. þingmaður rakti ágætlega í máli sínu.

Stjórnarandstöðuþingmenn koma hingað upp trekk í trekk og halda því fram að um sé að ræða eitthvert sérstakt gæluverkefni forsætisráðherra til að færa til sín eins mikil völd og mögulegt er. Hins vegar gerir hv. þm. Einar K. Guðfinnsson mikið úr þeim breytingum sem þarna er verið að gera og hvernig þær fara gegn hugmyndum forsætisráðherra. Ég vil spyrja því hv. þingmann: Hvernig fer þetta tvennt saman?