139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[02:24]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get tekið undir það að hæfisnefndir geti alveg átt rétt á sér og það kann að vera að það sé skynsamlegt að mörgu leyti að hafa hæfisnefndir. Það leysir menn hins vegar ekkert undan vandanum.

Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur, sem starfaði á Alþingi um árabil, hefur skrifað um þetta mál mjög athyglisverða grein þar sem hann hefur m.a. vakið athygli á því að slíkar hæfisnefndir hafi líka sína ágalla, þær hafi haft tilhneigingu til að gera minna úr formlegum atriðum eins og menntun og reynslu og byggi meira á viðtölum við einstaka umsækjendur með afleiðingum sem höfundur greinarinnar, Haukur Arnþórsson, útlistar síðan með margvíslegum hætti.

Þetta kann að eiga rétt á sér í ýmsum tilvikum en menn mega ekki líta svo á að þar með séu þeir lausir undan ábyrgð eða að þetta leysi allan vanda.