139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[02:25]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (andsvar):

Herra forseti. Mig langar að inna hv. þm. Einar K. Guðfinnsson eftir ræðu hv. þm. Atla Gíslasonar, sem var formaður þingmannanefndarinnar og sá sem hér stendur sat reyndar í. Mér fannst ræða hv. þm. Atla Gíslasonar afar áhugaverð, málefnaleg og rökföst. Mig langaði að inna þingmanninn eftir því hvort honum fyndist það pólitískt og þar af leiðandi eitt af markmiðum meiri hlutans að gera alla hluti sveigjanlega þar sem það er gegnumgangandi lausnarorð í frumvarpinu á móti orðinu formfesta í skýrslum þingmannanefndar og rannsóknarnefndar Alþingis, sem eftir mínum kokkabókum er andstæðan við sveigjanleika. Er pólitískt markmið að hafa sveigjanleika þrátt fyrir að (Forseti hringir.) formfesta hafi komið fram í skýrslunum? Hvað þá um þann rökstuðning að frumvarpið sé byggt á skýrslum rannsóknarnefndar Alþingis og (Forseti hringir.) þingmannaskýrslunni þar sem formfestan er aðalatriðið?