139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[02:28]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (andsvar):

Herra forseti. Ég get tekið undir það og reyndar margt fleira sem fram kom í máli þingmannsins í ræðu hans áðan.

Varðandi annað atriði, sem kom reyndar fram í ræðu hv. þm. Atla Gíslasonar og þingmaðurinn verður að virða það við mig að ég spyrji hann en ekki stjórnarliða sem gefa ekki kost á sér í þessa umræðu til að svara fyrir það, þá kom það mjög skýrt fram hjá hv. þingmanni í ræðu hans að oddvitaræðið, sem menn töldu hluta af því böli sem við höfum lifað við í stjórnmálamenningu fyrri tíma, kæmi hér inn margfaldað og ein af ástæðum þess væri sú að núverandi forsætisráðherra, sem leggur frumvarpið fram, væri frá þeim tíma og kæmist ekki út úr honum, ég held að hann hafi notað orðin „minn tími mun koma“ en sá tími sé tími fortíðarinnar.

Hvað finnst (Forseti hringir.) þingmönnum um að við séum föst í þeirri fortíðarstjórnmálamenningu sem skýrsla rannsóknarnefndarinnar taldi (Forseti hringir.) alveg forkastanlega og að við yrðum að breyta, (Forseti hringir.) ekki síst hvað varðaði oddvita- og foringjaræði?