139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[02:48]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég skil afstöðu herra forseta mjög vel. Hann stýrir þessum fundi ágætlega, það átti að ræða hérna inn í nóttina og ég skil ekki þessar umkvartanir þingmanna. Ég hef verið í síld og það er ekkert mál að vaka pínulítið. Hugsunin skerpist við hverja ræðuna á fætur annarri og ég hlakka til framhaldsins. Ég er númer sjö í röðinni og ég hlakka til að heyra öll þau sjónarmið sem munu kom fram þangað til að ég held mína ræðu. Mér líst vel á þetta allt saman og þakka herra forseta fyrir ágæta fundarstjórn.

Menn tala um að í kvöld hafi verið sagt að það yrði talað inn í nóttina — en það var ekki sagt hvaða nótt. [Hlátur í þingsal.]