139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[03:13]
Horfa

Frsm. meiri hluta allshn. (Róbert Marshall) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Til að varðveita næturró hv. þingmanns og passa upp á að hann komist örugglega í háttinn og sofni vil ég fullvissa hann um að ég mun taka aftur til máls í umræðu um þetta mál á síðari stigum umræðunnar sem ég veit ekki hvort við erum komin á. Það er þess vegna sem ég hef ekki sett mig á mælendaskrá en það eru mörg atriði sem nefnd hafa verið sem ég vildi gjarnan koma betur inn á í ræðu minni. Ég ítreka og róa hv. þingmann hvað það varðar að ég hef í hyggju að taka aftur til máls í þessari umræðu.