139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

staðsetning nýs öryggisfangelsis.

[10:52]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég hef verið upplýstur um að sú utandagskrárumræða um þetta málefni sem ég taldi að ætti að eiga sér stað nú síðdegis hefur verið felld niður af stjórn þingsins þannig að þar fór ég villur vegar. Ég tek undir að það er alveg sjálfsagt að Alþingi fái aðgang að öllum þeim útreikningum sem ríkisstjórnin byggir tillögur sínar á, að sjálfsögðu.