139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

lengd þingfundar.

[11:32]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Auðvitað er það fásinna og hrein bábilja að hér sé verið að keyra mál í gegn. Þetta mál hefur verið rætt í tugi klukkustunda og með hundruðum athugasemda. Menn eru greinilega mjög misjafnlega tilbúnir í tiltektina í þessu samfélagi og gjalda greinilega varhuga við henni í þessari umræðu. Þetta mál snýst fyrst og fremst um lýðræðislegar umbætur að mínu viti og fleiri í þessum sal og við skulum koma þessu máli til nefndar á milli 2. og 3. umr. Hverjir eru hér innan dyra hræddir við lýðræðislega lyktir þessa máls? Hverjir skyldu það vera? Eru það gömlu valdaflokkarnir? Eru að gömlu lýðræðisflokkarnir sem svo eru kallaðir á tyllidögum? Hverjir eru hræddir við lýðræðislega niðurstöðu þessa máls? Þeir gefi sig fram. (Gripið fram í: Ráðherrarnir.)