139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[14:34]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Þetta er mjög áhugaverður vinkill sem hv. þingmaður kemur inn á. Hæstv. forsætisráðherra hefur ekki beint verið þekkt fyrir það að stunda umræðustjórnmál, þvert á móti. Hennar taktík er hótanir, hótanastjórnmál, þannig að ég sé fyrir mér marga ríkisstjórnarfundi þar sem hún muni segja ráðherrum að ef þeir geri ekki þetta sem hún segi taki hún bara viðkomandi verkefni af þeim. (REÁ: Hún gerir þetta …) Þá getur viðkomandi ráðherra ekki sagt: Ja, við þurfum að leita til þingflokkanna með það eða til Alþingis. Nei, það er verið að færa ákvarðanatökuvaldið frá Alþingi með stuðningi stjórnarliðanna hér (Gripið fram í.) til hæstv. forsætisráðherra. (Gripið fram í.) Það er verið að auka á foringjaræðið enn frekar — og hefur verkstjórnin verið svo frábær á síðustu tveimur árum, ég nefni meðal annars Icesave-málið, að henni sé treystandi einni til að fara með allt þetta vald? Ég held ekki. Ég held að hv. þingmenn stjórnarliðsins eigi að virða þau — (Forseti hringir.) Ég ætla að hætta núna, ég ætla ekki að segja það sem ég ætlaði að segja, frú forseti.