139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[14:50]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Erum við ekki í umræðunni núna að fá helstu röksemdir fyrir því að við skyldum fara varlega í að flytja völd frá þinginu til framkvæmdarvaldsins? Við erum núna í þeirri stöðu að þrátt fyrir allt sem á undan er gengið, þrátt fyrir rannsóknarnefndarskýrslu, þrátt fyrir þingmannanefndarskýrslu, þar sem allir eru sammála um að styrkja beri þingið, þá er þinginu stjórnað af framkvæmdarvaldinu og hæstv. forsætisráðherra og öllum er það ljóst enda er það stjórnlaust (Gripið fram í: Þetta er rétt.) Virðulegi forseti. Er á það bætandi?

Ég held að enginn geti í fullri alvöru haldið því fram að verkstjórnin hafi verið sérstaklega góð í þessari ríkisstjórn en það nýyrði var spunnið upp við síðustu alþingiskosningar. Ég hvet hv. þingmenn, sérstaklega hv. þingmenn stjórnarliðsins, til að draga andann djúpt og hugsa þetta mál betur. Við erum hér með (Forseti hringir.) dagskrá sem samanstendur af eiginlega öllu öðru en því sem snýr að fólkinu í landinu. (Forseti hringir.) Svo ætlum við að færa meiri völd til hæstv. forsætisráðherra.