139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[14:57]
Horfa

Árni Johnsen (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er ástæða til að taka undir orð hv. þm. Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um að hér taki verksvitið völdin og reynslan um leið. Og það er einmitt reynslan sem við erum að fjalla um, hv. þingmenn. Það er reynslan sem við viljum rækta í nýtingu og eðlilegu hlutfalli í stjórn Alþingis á landi voru. Það er ekki hugsað um það í þessu frumvarpi ríkisstjórnarinnar. (Gripið fram í: Rétt.) Það er fullt af getuleysi og dugleysi ríkisstjórnarinnar, svo slæmt að það er einsdæmi í sögu lýðveldisins Íslands. Aldrei fyrr hefur slíkur darraðardans átt sér stað í því að (Forseti hringir.) þjóna og þjónka geðþótta forsætisráðherra. (Gripið fram í: … í mannkynssögunni.) Þetta skiptir miklu máli (Forseti hringir.) og við þurfum að vinna þetta af einhverju viti.