139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[15:02]
Horfa

Þuríður Backman (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég vil taka undir orð hv. þm. Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Við eigum að sýna verksvit. Við eigum að ljúka 2. umr. þessa máls og vísa því til 3. umr. Það er hægt að vísa málinu til nefndar á milli 2. umr. og 3. en við eigum að ljúka 2. umr.

Hæstv. forseti. Það ætti ekki að þurfa að nefna að það í þessum sal að það er forseti Alþingis sem stjórnar fundum og fer eftir þingsköpum og hann veitir öllum málfrelsi samkvæmt þingsköpum. Hv. þingmenn hafa málfrelsi og ræða það mál (Gripið fram í.) sem búið er að vera til umræðu í nokkra daga en eins og kallað hefur verið eftir er mikilvægt að sýna verksvit til að ljúka málinu. Ég legg til að við förum eftir orðum og tilmælum hv. þm. Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og sýnum verksvit og ljúkum 2. umr.