139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[15:03]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég vil nota tækifærið þegar hæstv. fjármálaráðherra er í salnum og kalla eftir svörum, þar sem ég hef ekki enn séð hæstv. ráðherra á mælendaskrá, um hvort hafin sé vinna í fjármálaráðuneytinu við endurskoðun kostnaðarmats frumvarpsins nú þegar breytingartillögur meiri hlutans liggja fyrir. Það er algerlega ljót að breytingartillögurnar eru það viðamiklar, til dæmis varðandi fjölda aðstoðarmanna og heimild til hafa marga ráðherra í sama ráðuneytinu, að ég tel einboðið að það kalli á nýtt kostnaðarmat. Ég bið hæstv. fjármálaráðherra um að stíga í ræðustól við fyrsta tækifæri og svara þessu. Ég ber spurninguna að sjálfsögðu fram í fyllstu vinsemd.