139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[15:05]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Hér var talað um verksvit en dagskráin lýsir engu verksviti. (BJJ: Er eitthvað aftan á?) (Gripið fram í: Það kemur.) Hér eru hvorki meira né minna en 46 mál, klukkan er sjö mínútur yfir þrjú (Gripið fram í.) og þetta er síðasti dagur þingsins. Ég held að engum sé greiði gerður með því að halda áfram í þessu stjórnleysi og vil enn og aftur hvetja hv. þingmenn stjórnarliðsins til að hugsa hvort það væri ekki betra að draga andann djúpt og gera þetta með skynsamlegri hætti.

Það eru útúrsnúningar þegar menn segja að það sé að sjálfsögðu þingforsetinn sem stýri þinginu því að sumir benda á hið augljósa og segja að það sé framkvæmdarvaldið sem stýri. Ég ætla ekki hv. þingmönnum stjórnarliðsins (Forseti hringir.) það að þeir færu fram með þessum hætti ef þeir gætu einhverju (Forseti hringir.) um málið ráðið.