139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[15:54]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson minnist á atriði sem við þurfum að velta fyrir okkur. Eins og hv. þm. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem fylgdist með ræðu minni, tók eftir kallaði ég eftir hæstv. ráðherrum. Ég fékk þær upplýsingar að þeir væru í hliðarsal. Við heyrðum það í frammíköllum hæstv. forsætisráðherra að hún var ekkert að fylgjast með ræðunni. Hæstv. forsætisráðherra kom hér undir lokin og eftir frammíköllum hennar að dæma vissi hún ekkert um hvað ég hafði verið að tala.

Ég er sammála hv. þm. Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, við þurfum að velta því fyrir okkur hvort við viljum beita þessum ráðum, að gera eins og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og hæstv. forsætisráðherra Steingrímur Hermannsson, blessuð sé minning hans, gerði og bíða bara eftir hæstv. ráðherra. Það er kannski eina leiðin.