139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[16:01]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er alveg sammála þeirri niðurstöðu þingmannsins. Þingmaðurinn kom einnig inn á forgangsröðun í ræðu sinni, þau mál sem bíða og mikilvægi þeirra mála sem skynsamlegra væri að fjalla um í stað þess að afgreiða stjórnarráðsfrumvarpið.

Ef við skoðum þingmannaskýrsluna var talað þar um fjölmörg verkefni eins og að setja skýrar reglur um innleiðingu EES-gerða og stofnun sjálfstæðrar ríkisstofnunar. Síðan voru nefnd fjölmörg lög sem fara þyrfti yfir sem ekki er búið að gera. Gera þyrfti stjórnsýsluúttekt á Fjármálaeftirliti og Seðlabanka eftir breytingar til þess að átta sig á því hvort það virki vel.

Hvað finnst þingmanninum um það? Er það mat hæstv. forsætisráðherra og þeirra sem fara með stjórn framkvæmdarvaldsins að rétt sé að leggja ofuráherslu á formbreytingu Stjórnarráðsins en skilja eftir verkefni sem hafa beðið úrlausnar í meira en ár (Forseti hringir.) sem ekki hefur bólað neitt á í þinginu?