139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:09]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrirspurn sína, en minni hann bara rétt í upphafi á samstarf míns flokks við aðra flokka á undanförnum árum (MÁ: … núna?) þannig að ábyrgð okkar er með einum eða öðrum hætti tengd því áfalli sem við urðum fyrir.

Varðandi spurningu hv. þingmanns held ég að gagnrýni stjórnarandstöðunnar, í það minnsta mín, á því ákvæði sem hv. þingmaður spurði út í byggi á því að það er skortur á trausti. Stjórnmálamenningin í þessum löndum, Noregi, Svíþjóð og Danmörku, er einfaldlega komin mun lengra en okkar. Þar er hefð fyrir minnihlutastjórnum, þar eru þroskaðri stjórnmál. Hér er algjört vantraust í gangi og í því ástandi sem verið hefur í það minnsta í tvö ár tel ég algjörlega fullreynt að traust til (Forseti hringir.) stjórnarforustunnar til að vinna með þeim hætti sem hér er verið að gefa umboð til sé ekkert, ekki neitt.