139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:11]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta allshn. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðu hans. Þar sem þingmaðurinn situr í hv. fjárlaganefnd kom hann inn á áhyggjur sínar af því hver kostnaðurinn af þessum nýju aðstoðarmönnum kynni að verða. Samkvæmt upplýsingum frá fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins mætti áætla að hann yrði 100 milljónir miðað við þann aðstoðarmannafjölda sem kemur fram í frumvarpinu og miðast við 20 manns. Veittar voru þær upplýsingar á fundi allsherjarnefndar að við aukningu upp í 23 mundi sá kostnaður hlaupa á 130 milljónum á ári, en þingmaðurinn kom inn á í ræðu sinni að hann gæti hugsanlega orðið meiri.

Hefur þingmaðurinn á einhvern hátt séð þess stað nú í fjárlagagerðinni hvort gert sé ráð fyrir þessu? Hæstv. fjármálaráðherra sagði að ekki væri búið að gera ráð fyrir þessu í fjárlagagerðinni á þessu ári. Hvar á að taka þann pening að mati þingmannsins vegna þess (Forseti hringir.) að fjárlagafrumvarpið kemur sem þingskjal 1 inn á nýtt þing?