139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:20]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S) (andsvar):

Forseti. Ég sagði í ræðu minni að ég teldi að hluti skýringarinnar á því hvernig málið er lagt upp þá að fólkið sem leggur fram þær tillögur sem liggja fyrir liti öðruvísi á málin en gert hefur verið í þinginu, í það minnsta frá því að ég kom hér inn fyrir u.þ.b. fjórum árum. Hugsunarháttur í stjórnmálum var öðruvísi áður fyrr en nú og þeir sem leggja fram þetta frumvarp eru ekki í fullkomnum takti við þær áherslur sem Alþingi hefur lagt allt frá 28. september 2010. Að mati þeirra sem unnu grunnvinnuna fyrir þingsályktunina sem þá var samþykkt af 63 þingmönnum gengur frumvarpið (Forseti hringir.) gjörsamlega í berhögg við þær áherslur.