139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:38]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Eftir ræðu hv. þm. Atla Gíslasonar og tveggja annarra hv. þingmanna sem voru í þingmannanefndinni finnst mér alveg ástæða til þess að hv. allsherjarnefnd kalli málið til sín og ræði við þessa aðila í þaula og fái úr því skorið hvort það geti verið að grundvöllur frumvarpsins sem getið er um í greinargerð aftur og aftur og aftur, að það byggi á niðurstöðum þingmannanefndar Alþingis, sé rangur, hann sé bara ekki til staðar, hann sé ekki réttur. Ég ætla ekki að segja að hann sé blekking, ég vil bara segja að hann sé ekki réttur. Ég vildi gjarnan að hv. nefnd færi í gegnum það og ynni skýrslu sína upp á nýtt því að hún vísar líka í þetta. Í greinargerð eða nefndaráliti meiri hlutans er vísað í að þetta byggi á starfi þingmannanefndar Alþingis.