139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:44]
Horfa

Frsm. meiri hluta allshn. (Róbert Marshall) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það sem hér á sér stað er afbökun á lýðræðinu. Þessi umræða hefur staðið mjög lengi og hv. þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa komist að þeirri niðurstöðu að þeir séu svo mikið á móti þessu frumvarpi, það sé svo vont að það megi ekki greiða atkvæði um það. Þegar menn hafa komist að þeirri niðurstöðu að þeir geti ekki stutt frumvarp vegna þess að þeim þykir það ekki nógu gott er til þess sérstakur takki í borði hv. þingmanna sem er nei-takki. Þegar menn hafa komist að þeirri niðurstöðu, eins og ég hef gert og margir aðrir þingmenn, að frumvarp sé tilbúið til afgreiðslu er til þess sérstakur takki til að ýta á sem er já-takki. Hvað óttast hv. þingmaður með því að láta lýðræðið hafa sinn gang hér? Lítur hann svo á að hv. þm. Atli Gíslason hafi verið einráður í þingmannanefndinni og álit annarra í þeirri níu manna nefnd skipti engu?