139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:47]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Þegar hv. þm. Róbert Marshall flutti framsöguræðu sína hafði enginn rætt í 2. umr. um þetta mál, ekki um nefndarálit meiri hlutans, ekki um nefndarálit minni hlutans, ekki um þau sjónarmið sem hafa komið síðan. (RM: Hvað var þetta rætt lengi í 1. umr.?) Það var rætt mjög lengi í 1. umr., en svo er nefndin búin að vinna þetta og við erum að ræða það nefndarálit núna. Ef hv. þingmaður vill ekki tala fyrr en honum dettur í hug þá verður umræðan bara þangað til. Þessi umræða mun ekki stoppa því að ég mun halda áfram að spyrja. Ég ætla nefnilega ekki að greiða atkvæði um þetta mál fyrr en ég er búinn að fá svör við þeim spurningum sem ég hef lagt fram. Menn geta svo sem hunsað það og sýnt Alþingi og stjórnarandstöðunni þá lítilsvirðingu að svara þeim ekki, láta ekki svo lítið að svara þeim. (Gripið fram í.)