139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:52]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er einmitt það sem er verið að gera. Það er verið að taka burt þann varnagla sem Alþingi hefur á því að geta stöðvað vissar sameiningar ráðuneyta sem suma í ríkisstjórninni dreymir um. Þess vegna á að kippa Alþingi í burt og í því felst að völd Alþingis minnka. Það er öndvert við niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis og þingmannanefndarinnar því að báðar þessar nefndir sögðu að það þyrfti að styrkja Alþingi. Nú bíð ég spenntur eftir því hvort hæstv. innanríkisráðherra biðji um ræðu vegna þess að hann kemst þá strax að samkvæmt þingsköpum og getur upplýst okkur um það hvort hann styðji þetta frumvarp.