139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[19:59]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vil leyfa mér að gera athugasemdir við orð hv. þm. Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem sagði nokkuð sjálfbirgingslega að það væri sjálfsagt mál að hv. þm. Valgerður Bjarnadóttir fengi að halda ræðu sína hér. (Gripið fram í: Hún óskaði eftir því.) Fengi að halda ræðu sína hér. (Gripið fram í.) Fengi að halda ræðu sína hér.

Hér hafa menn staðið á garginu eftir því að við, fulltrúar stjórnarflokkanna og meiri hlutans í hv. allsherjarnefnd, kæmum upp í pontu til að halda ræður og veita svör. Við höfum gert það. Ég hygg að við hv. þm. Valgerður Bjarnadóttir höfum báðar nú þegar talað tvisvar. Það er mjög erfitt að komast að fyrir hv. þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem ýmist kalla eftir því að menn komi í pontu (Gripið fram í.) eða meina mönnum það beinlínis. (Gripið fram í: Nei.)