139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[20:27]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er alveg ljóst að ef frumvarpið, eins og það liggur fyrir, hefði verið orðið að lögum hefði málið ekki þurft að koma til þingsins. Mér þykir ekkert athugavert við það. Ég held að það sé hentugt og skilvirkt að forsætisráðherra hafi það vald. Ég veit að hv. þingmaður er á annarri skoðun. Samkvæmt þeirri málamiðlunartillögu sem hér hefur hins vegar verið lögð fram, og ég skora á þingmenn að afgreiða, kæmi þetta til þingsins og þingmenn gætu fellt það.

En málið var ekki fellt, ég vil taka það fram, það var aldrei borin fram nein tillaga um atvinnuvegaráðuneyti. Hv. þingmaður veit það væntanlega jafn vel og ég þótt hann vildi kannski gjarnan að hann hefði getað fellt það.