139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[20:32]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég sá skeyti frá hv. þm. Atla Gíslasyni og Unni Brá Konráðsdóttur um að þau hefðu verið boðuð með of skömmum fyrirvara og gætu ekki sinnt erindi allsherjarnefndar. Ég þykist viss um að það hafi ekki verið út af því að forusta allsherjarnefndar vildi ekki heyra álit þeirra. Ég staðhæfi það. (Gripið fram í.)

Ég sagði ekki að ef Alþingi og forsætisráðherra greindi á ætti forsætisráðherra að ráða. Ég sagði að ef forsætisráðherra og Alþingi greinir á lýsi Alþingi yfir vantrausti á forsætisráðherra vegna þess að það er alltaf Alþingi sem ræður. Ríkisstjórn og ráðherrar sitja í skjóli Alþingis. Þess vegna er það nú svo, hv. þm. Ásmundur Einar Daðason.