139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[21:32]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Já, það er hending en við skulum þó virða þá þingmenn stjórnarflokkanna sem hafa talað, þá tvo held ég að þeir séu, þ.e. hv. þingmenn Álfheiður Ingadóttir og Valgerður Bjarnadóttir, sem hafa tjáð sig efnislega um málið. Aðrir hafa ekki gert það öðruvísi en að koma hingað upp með einhvern skæting og tala um hvernig stjórnarandstaðan hagi sér.

Efnisleg umræða, hvað þá svör — ég er að reyna að telja þær spurningar, ég gat um það áðan, sem hefur verið beint til ráðherra og annarra þingmanna stjórnarliðsins, hátt í 200, og það hefur ekki fengist svar við neinni spurningu. Mér finnst það miður. Ég vil því beina spurningum mínum til hv. þingmanns áfram. Ég held að við séum sammála um að forsætisráðherra geti gert allar þessar breytingar, bara að hún fari með þær fyrir þingið og hvað er að óttast við að fara með þær fyrir þingið? Þess vegna segjum við að þetta mál fari þvert gegn því sem rannsóknarnefnd þingsins og fleiri hafa bent á, um að efla þingið en ekki veikja það.

Ég vil líka kasta fram einni spurningu í lokin: Af hverju telur hv. þingmaður að forseti Alþingi, sem er forseti okkar (Forseti hringir.) allra, hafi ekki boðað til fundar við formenn þingflokkanna síðan á mánudag?