139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[23:37]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir það með félögum mínum að hæstv. ráðherrar komi í salinn og taki þátt í umræðunum og svari fyrirspurnum frá okkur þingmönnum sem höldum hér ræður. Vegna þess að eitt virðist vera að renna upp, og hinn háttvirti glæsilegi þingmaður Ásmundur Einar Daðason kom inn á, að það er alls óvíst að stuðningur sé við málið. Því spyr maður sig hvort það geti verið að sá tími sem við notum í að ræða málið þjóni forsætisráðherra ágætlega meðan hún leitar stuðnings við málið í sínum röðum?