139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[23:42]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Nú vil ég hvetja frú forseta til að setja hlutina aðeins í samhengi. Hér erum við að ræða frumvarp sem snýst um það að færa hæstv. forsætisráðherra meira vald en nokkur forsætisráðherra hefur haft á kostnað þingsins. Hæstv. forsætisráðherra fæst ekki til að taka þátt í umræðu um málið, sýnir þinginu ekki einu sinni þá virðingu að taka þátt í umræðu um það. Er hægt annað en setja þetta tvennt í samhengi? Er það ekki að mati hæstv. forseta áhyggjuefni að á sama tíma og menn eru að tala um að færa forsætisráðherra þetta gríðarlega vald á kostnað þingsins þá sýni forsætisráðherrann það í verki hversu hættulegt það er, fæst ekki einu sinni til að taka þátt í umræðum um málið eða verja það gagnvart þinginu? Hverju megum við búast við þegar búið verður að samþykkja frumvarpið, frú forseti?