139. löggjafarþing — 164. fundur,  16. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[00:07]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Birki Jóni Jónssyni fyrir ágætisspurningu. Ég held að í næstum öllum þeim ræðum sem fluttar hafa verið á Alþingi um þetta mál undanfarna daga hafi komið fram ótvírætt að 2. gr. í frumvarpinu felur það í sér að vald er flutt frá Alþingi til forsætisráðuneytisins. Spurt er hvað ég haldi um það að forsætisráðherra hafi komið í útvarp í dag og sagt fullum fetum að ekki sé verið að færa þetta vald frá Alþingi til forsætisráðuneytisins. Ég hef raunverulega eitt svar við því og það er að ég trúi því ekki að forsætisráðherra segi þjóðinni ósatt. Þá getur eina mögulega ástæðan fyrir því að hún hafi sagt þetta verið sú að hún einfaldlega misskilji eða skilji ekki þetta frumvarp.