139. löggjafarþing — 164. fundur,  16. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[00:19]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er helst á því að hv. þm. Björn Valur Gíslason hafi eitthvað misskilið það sem ég sagði. Ég sagði ekki að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis væri ein stór lygi þar sem hún fjallar um pólitík, siðferði og annað slíkt. Það sem ég sagði var að það að hér hafi orðið siðferðilegt og hugmyndafræðilegt hrun væri hin stóra lygi vinstri manna. (Gripið fram í.) Nei, ég var að segja það, það var það ekki.

Ég vona að ég sé þá búinn að svara spurningu hv. þingmanns.