139. löggjafarþing — 164. fundur,  16. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[00:36]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir orð hans. Það er vitanlega mjög erfitt að vera í ræðum eða andsvörum þegar mikil ókyrrð er og frammíköll eru í salnum og við hljótum því að biðja virðulegan forseta um að reyna að hafa stjórn á salnum þegar menn eru að tala.

Hv. þingmaður blandar eðlilega atvinnumálunum inn í sína ræðu og stöðu landsins í þeim efnum. Mig langar því að spyrja hv. þingmann út í mál er tengist Stjórnarráðinu: Hugnast hv. þingmanni þær hugmyndir sem uppi hafa verið um að breyta sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu í eitt atvinnuvegaráðuneyti ásamt iðnaðarráðuneytinu í ljósi þess mikilvægis sem þessar atvinnugreinar hafa fyrir Ísland?